Ofsalega er heitt!

4.ágúst 2018

Góðan daginn

Ofsahitar í Portúgal

Hver hefði trúað því fyrir 2 vikum að ég ætti eftir að sakna 25 stiga hita yfir sumarið?

Líklega enginn.

Ég mældi hitann á svölunum hjá mér klukkan tæplega hálf tólf og hann var yfir 50 stig enda eins og að ganga á vegga þegar ég fór út.

Það bærist ekki hár á höfði og sólin er aðeins að kíkja í gegnum skýin. Líklega væri ég steindauð ef það væri ekki skýjað.

Það hafa verið eldar en ekkert í líkingu við fyrrasumar.

Í augnablikinu geysa eldar í Monchique, sem er fyrir sunnan og í gær voru eldar í Castelo Branco sem er fyrir norðan, en ég veit ekki hvernig þeir standa núna.

Í Monchique er ástandið alvarlegt. 181 bílar, 11 flugvélar og 710 tilfelli vítt og breytt.

Auðvitað er ekkert talað um að ef til vill, kannski aðeins smá líkur,  á því að einhver hálfviti hafi kveikt í. Nei, það má ekki tala hátt um það en auðvitað vita allir að þannig er það. Hvernig haldiði að hægt sé að hafa 710 staði virka bara si svona?

Í bili hefur ekki frést af eldum hér í miðjunni og kannski fengum við nægilega mikið af því góða í fyrra sumar og október. Ég verð alltaf svo ill þegar ég hugsa um trén sem brenna og húsin sem fólkið missir ásamt öllum sínum eigum bara vegna þess að einhverjum datt í hug að það væri ágætt að svala geðveikinni með því að kveikja í.

Það er útlit fyrir að á morgun verði mjög heitt en svo kólnar strax á mánudag og á þriðjudaginn eru komin innan við 30 stig.

Ástandið í landinu er alvarlegt. Eldri borgarar og börn eru í sérstakri hættu. Eldra fólkið er ekki nægilega duglegt að drekka vatn. Það er brýnt fyrir öllum þegar talað er við starfsfólk spítalanna að drekka mikið af vatni og borða ávexti.

Í nótt var mjög heitt og veggirnir farnir að hitna. Í svona ástandi er líklega enn eitt sem ég ætti að hætta að kvarta yfir og það eru holóttu múrsteinarnir sem húsin eru byggð úr.

Ég sá einhvers staðar að á norðurlöndunum sé vandamálið hvað húsin eru illa búin undir hitann og þar verði einhvers konar hitapollar. Við þurfum ekki að kvarta yfir því hér. Það er allt jafnheitt og dásamlegt eða þannig, og yfir veturinn er allt jafn dásamlega kalt þegar kuldinn streymir í gegnum holurnar.

Á morgun verður heitt og svo kemur mánudagur og þá fer þetta allt niður fyrir 40 stig samkvæmt spá og þriðjudagurinn kemur færandi hendi með tuttugu og eitthvað gráður.

Semsagt, ég verð bara ánægð þó sumarið fari aftur í sumarfrí!

Núna er ekkert annað að gera en að fara í sturtu, eina enn, og vona að kalda vatnið kæli mig niður því hárið er allt í klessu og lekur úr hausnum á mér!

Ég skil eiginlega ekki af hverju ég verð alltaf rennandi á höfðinu þegar venjulegt fólk svitnar um allan líkamann.

Með kærri kveðju

Hulda Björnsdóttir

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: