LEB – FEB – Grái Herinn ekki hrifin af gagnrýni eða tölulegum upplýsingum?

17.desember 2017

Í gær póstaði ég grein um skerðingar hjá TR á lífeyri eftirlaunaþega og benti á hvað verður eftir af tekjum frá Lífeyrissjóði upp á 146.000 krónur.

Í dag birtist önnur grein mín á Facebook þar sem ég fjalla um ógifta einstaklinga og hvernig dæmið lítur út hjá þeim miðað við sömu forsendur og í gær.

Allar tölur eru fengnar af vef TR. Ég gef bara upp forsendur.

Í gær póstaði ég skrifum mínum á nokkra aðila þar á meðal LEB í Reykjavík og nágreni.

FEB hefur merkt þann póst sem SPAM.

Auðvitað hefur hver síða og hver einstaklingur heimild til þess að stýra því hvað fer á þeirra Facebook síðu.

Mér þykir hins vegar hallærislegt að samtök sem berjast fyrir bættum kjörum eldri borgara skuli ekki þola gagnrýni og staðreyndir.

Staðreynd er að nú á að samþykkja frítekjur vegan atvinnutekna en ekki vegan lífeyrissjóðs tekna.

Þetta hefur birst bæði á síðu Gráa hersins og fleiri stöðum.

Baráttumál fyrrverandi formanns FEB og núverandi formanns LEB eru komin í höfn.

Bregður þá svo við að ekki má tala um það. Það má ekki tala um að einmitt frítekjur vegan atvinnutekna eftirlaunaþega var baráttumál þessara samtaka og þar sem ég gerðist svo ósvífin að láta mitt álit í ljós var grein mín merkt sem SPAM.

Nákvæmlega. Nú er það hins vegar þannig að ég læt ekki svona smámuni hafa áhrif á mig. Ég mun að sjálfsögðu ekki birta greinar mínar á síðum FEB LEB eða Gráa hersins.

Ég mun hins vegar óspart vitna í þessi samtök í skrifum mínum og er auðvitað öðrum sem lesa frjálst að deila með þeim sem þeir vilja.

Ég hef Facebook síðu mína og svo “Milli lífs og dauða” sem er síða um málefni eftirlaunaþega og öryrkja. Á þessum vettvangi mun ég halda áfram ótrauð. Auðvitað vaknar fólk og hættir að styðja FEB og LEB fari þessi samtök ekki að snúa sér að baráttu fyrir alla, og hætti að sinna eigin hagsmunamálum.

Frú Þórunn var til margra ára í forsvari fyrir launþega samtök. Árangur hennar var ekki ýkja mikill þar. Hún sat á Alþingi smá tíma og svo var hún formaður FEB í nokkur ár. Þegar hún var formaður FEB gagnrýndi hún formann LEB harkalega. Nú er hún sest í þann stól. Það er ekkert lát á uppgangi frúarinar. Eftir gagnrýni hennar á forvera sinn í LEB var ekki við öðru að búast en nú tæki við önnur og betri tíð. Hefur sést mikið af baráttunni, hinni nýju? Ég efa það.

Þar sem ég hef hlustað á málflutning frúarinnar í nokkuð langann tíma mun ég taka saman og birta það sem ég finn af ummælum hennar.

Þá sést svart á hvítu hver fer með rétt mál. Eða réttara sagt þá heyrist hver fer með rétt mál.

Reynið að þagga niður í mér og ég eflist margfalt.

Almenningur á Íslandi á það skilið að barist sé fyrir bættum kjörum hans með kjafti og klóm. Nokkrir pótintátar á annarri skoðun verða á endanum að láta í minni pokann. Þetta er bara ekkert flóknara en það.

Hulda Björnsdóttir

 

Author: ebemiede2

I do blog about different matters that interest me.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: