28.09.2025
Það er eiginlega vonlaust að taka þátt í kommentum við suma.
Ég nenni ekki að eyða tíma mínum í það en hér eru þær upplýsingar sem ég tel bestar og glænýjar af vef Tryggingastofnunar.
Það er auðvelt að fara inn á tr.is og skoða þar hvernig málin standa.
Að bera saman Öryrkja og eldri borgara leiðir eftirfarandi í ljós skv. Reiknivél TR
Eldri borgari sem býr einn og hefur 200 þúsund krónur á mánuði frá Lífeyrissjóði fær frá TR krónur 298.635 eftir skatt
en öryrki í sömu stöðu fær frá TR krónur 364.386 eftir skatt
mismunur er krónur 65.751 skv. Reiknivél TR eftir skatta
Ráðstöfunartekjur Eldri borgarans eru 435.655 eftir skatt (– Lífeyrissjóður +TR)
Ráðstöfunartekjur Öryrkjans eru krónur 501.406 eftir skatt ( Lífeyrissjóður +TR)
Mismunur 65.751 öryrkjanum í hag eftir skatta samkvæmt reiknivél TR
Ef ég set inn aðeins aðra tölu í tekjur frá Lífeyrissjóði og hef þær 259.020
Þá er dæmið svona, miðað við sömu forsendur báðir búa einir
Eldri borgarinn : Frá TR 273.975 eftir skatt
Öryrkinn : Frá TR 344.081 eftir skatt
Heildarlaun eldri borgara á mánuði eftir skatt (Líf + TR : 451,,430)
Heildarlaun öryrkjans á mánuði eftir skatt (Líf + TR – 521.536)
MIsmunur öryrkjanumu í hag kr. 70.106
SÖMU TEKJUR, SÖMU AÐSTÆÐUR
NIÐURSTAÐAN ER SÚ AÐ ÞVÍ HÆRRI TEKJUR SEM ERU ÞÁ KOMA ÖRYRKJAR BETUR ÚT OG BILIÐ BREIKKAR ÖRYRKJUM Í HAG.
