28.sept.2025
Já hver skollinn!
Hér eru upplýsingar úr ársskýrslu TR fyrir árið 2024
“Á árinu 2024 fengu 44.470 einstaklingar ellilífeyri, sem er langstærsti greiðsluflokkurinn. Stærsti hópurinn sem fékk greiðslur ellilífeyris frá TR á árinu 2024 er á aldrinum 70-79 ára eða tæplega 24 þúsund einstaklingar sem er 84,5% af þeim aldurshópi sem búsettur er á Íslandi.”
44.470 einstaklingar sem fá greiddan ellilífeyri frá TR í hverjum mánuði
Ég veit ekki hvað það eru margir íslendingar á aldrinum frá 65 og uppúr
Einhver getur svarað því.
En þegar Ráðherran talar um að ellilífeyrisþegar sé sá hópur sem hafi það einna best í þjóðfélaginu skv. Frétt á Vísi, þá spyr ég hvort þessir 44.470 einstaklingar séu í þeim hópi sem hann talar um?
Jóhann Páll !
Hvaðan hefur þú þessar upplýsingar?
Eru það þessir 44.470 einstaklingar sem þú ert að tala um?
Ég er í þessum hópi og get ekki séð að ég væri í hópi þeirra sem best hafa það ef ég byggi á Íslandi.
Ég gerðist fjárhagslegur flóttamaöur fyrir áratugum þvi ég sá fram á að ég mundi ekki geta lifað mannsæmandi lífi þegar ég færi á eftirlaun á íslandi.
Þar sem ég bý í landi sem er hagstætt varðandi verðlag og þjónustu þá hef ég það ágætt en byggi ég á Íslandi væri ég dauð úr hungri fyrir löngu.
Fullyrðingar þínar Jóhann Páll eru ótrúlegar. Ég hélt að þú værir með þessi mál nokkuð á hreinu, eins og þegar þú varst í stjórnarandstöðu og við áttum stutt samskipti þá í emailum.
Ég sagði þá að ég væri hrædd um að viðhorf þitt mundi breytast þegar og ef þú kæmist í stjórn, og sá ótti minn hefur samkvæmt þessu komið fram.
Meðaltöl eru vinsæl hjá stjórnarliðum og hafa alltaf verið en þú sagðir um árið að prinsippin breytturst ekki við að setjast við stjórn landsins!
Að birta meðaltöl og fullyrða að við höfum það líklega harla gott er móðgandi.
Það eru forríkir auðmenn á íslandi og hálauna fólk sem er inni í þessum meðaltölum og þess vegna heldur þú að allt sé svo voða gott!
Vitið verður ekki sett í askana.
Exelskjöl – meðaltöl – fagurgali fyrir – og fagurgali eftir er tvennt ólíkt.
Raunveruleikinn er ekki svona, hann byggist á bláköldum staðreyndum en ekki meðaltals exelskjölum.
Ég er ekki einu sinni reið.
Ég er ógurlega hrygg og vonsvikin að einn af þeim fáu sem ég hafði trú á og ég veit að er ljónvel gefinn og klár, skuli hafa dottið ofan í pott fagurgala og exel!
Það litla sem ég hef frá lífeyrissjóði er skert eftir 36.500 og tekið 45% af því sem eftir er og svo þarf að borga skatta.
Öryrkjar hafa 100 þúsund krónu frítekjumark og bilið milli þessara hópa breikkar og eldri borgarar dragast aftur úr EINS OG ALLTAF. Það er engin ástæða til þess að vera að hlaða undir þetta gamla lið!
Líklega ræður þú engu um þetta Jóhann, það virðist vera að hver og einn ráðherra geri það sem honum sýnist og Ingu er skít sama um eldri borgara og hefur alltaf verið.
Hún á engra hagsmuna að gæta þar.. búin að koma sér fyrir á efturlaunum ráðherra og hættir um næstu kostningar, eða það hefur hún sjálf gefið út í einhverju viðtali sem ég sá . Eiginhagsmunapotið er ógeðslegt.
Ég er búin að gefa upp alla von og líklega kemur sjalla liðið aftur fljótlega þegar ríkisstjórnin springur og þá þarf ekkert að vera að gera sér vonir um réttlæti fyrir þá sem eru eldri og ekki í elítunni.
Æi, ekki fara að bera á borð fyrir mig að frítekjumark okkar eigi að hækka! Munurinn er á milli 36.500 og 100.000. og enginn þarf að segja mér að sá munur verði leiðréttur.
Stefnan er að taka frá þeim eldri og fleira láglauna fólki til þess að fjármagna öryrkja frumvarpið. Það sjá þetta allir, nema líklega ríkisstjórnin.
Hulda Björnsdóttir
