30.ágúst 2025
Nú er nýtt kerfi að taka gildi vegan greiðslna frá TR til öryrkja og ekki alveg allt sem sýnist.
Það virðist brenna við þegar lögum um almannatryggingar og þeim tengdum reglugerðum er breytt, sé einhverra hluta málið ekki skoðað til enda.
Ég velti fyrir mér aftur og aftur hvers vegan þetta endurtekur sig aftur og aftur.
Getur verið að þeir sem setja reglugerðir og lög séu bara ekki nógu vel að sér í málinu?
Oft virðist það vera raunin.
Þekkingarleysi almennings er skiljanlegt en að þeir sem hafa heilt ráðuneyti á bak við sig ættu að þekkja kerfið, eða getað fengið réttar upplýsingar!
Almannatryggingakerfið er flókið. Regluverkið um félagslega aðstoð er flókið. Þannig er það bara.
Það er ekki hægt að breyta kerfinu eins og bútasaumsteppi sem hægt er að bæta í einum og einum kafla og skoða ekki hvernig útkoman verður.
Ég sá í kommentakerfi að ein sem er líklega komin á eftirlaun sagði að öryrkjar væru líka eldri borgarar og þeir fengju sömu kjör og öryrkjar samkvæmt nýja kerfinu.
Ég svaraði þessu ekki en hef verið að velta fyrir mér hvort svona þekkingarleysi sé algengt?
Í Heimildinni er þessi grein m.a. partur af úttektinni:
“„Einungis þau sem fá óskertan örorkulífeyri fái stuðning en þau sem hafa það aðeins betur verði af stuðningi vegna íþyngjandi húsnæðiskostnaðar“
„Vert er að velta fyrir sér merkingu þessara áherslna, og hvort það sé markmið stjórnvalda að þrengja rammann svo mikið að einungis þau sem fá óskertan örorkulífeyri fái stuðning en þau sem hafa það aðeins betur verði af stuðningi vegna íþyngjandi húsnæðiskostnaðar. Ekkert kerfi er hafið yfir gagnrýni og breytingar en mikilvægt er að öll slík áform verði uppi á borðinu þar sem bæði kjörnir fulltrúar og hagsmunasamtök geta rætt kosti og galla og fært rök fyrir máli sínu,“ segir í svari ÖBÍ réttindasamtaka, og ennfremur: „Í því ljósi er vert að spyrja hvort fyrri ríkisstjórnin hafi ákveðið að þrengja viðmið um hverjir þurfa á húsnæðisbótum að halda. Ef svo er, af hverju og að lokum hvort núverandi ríkisstjórn myndi halda áfram á slíkri vegferð.“
Tekið skal fram að endurreikningur bóta fer fram um miðjan septembermánuð sem þýðir að fyrsta greiðsla húsnæðisbóta eftir breytingarnar verður 1. október.” Tilvitnun lýkur
Eins og sést á grein Heimildarinnar eru það aðeins þeir sem fá óskertan lífeyri sem eiga rétt á húsnæðisbótum.
Margir sem eru með örorkustyrk hafa borgað í lífeyrissjóð einhvern tíman á lífsleiðinni og fá því ekki óskertan örorkulífeyri. Það þýðir þó ekki að þeir hafi ofurtekjur, þvert á móti þá kemur skerðingahnífur TR um leið og sker niður. Svona virkar hið ótrúlega sanngjarna kerfi á Íslandi.
Öryrkjar hætta ekki að vera öryrkjar þó þeir verði 67 ára og komist á eftirlaun! Kjör þeirra breytast hins vegar við þessa aldurs hækkun!
Í fyrra fengu þeir sem voru á lægstu eftirlaununum hjá TR auka jólabónus og átti það að vera til þess að gera vel við ellilífeyris taka! Þetta virkaði bara fyrir lítinn hóp af eldri borgurum!
Ég er hrædd um að verið sé enn eina ferðina að flokka eldri borgara niður og nú til viðbótar öryrkja.
Eins og ég benti á um daginn þá eru eldri borgarar með mismunandi skerðingar.
Hjá venjulegum 67 ára og eldri er frítekjumark krónur 36.500 á mánuði
Hjá þeim sem hefur efni á að taka hálfan ellilífeyri og hálfa heimilisuppbót er frítekjumarkið krónur 325.000 á mánuði
Sérstakt frítekjumart vegan atvinnutekna er krónur 200.000 á mánuði og skiptir ekki máli hvort lífeyrisþegi taki fullan lífeyri eða hálfan lífeyri.
Þarna er búið að setja upp stéttaskiptingu hjá eldri borgurum!
Þegar kerfið er skoðað verður að athuga alla enda. Það er ekki bara hægt að þjóta af stað og setja reglugerð um eitthvað eitt.
Kerfið virkar á marga þætti og það verður að vera krafa til ráðherra að þeir noti eitthvað af öllum aðstoðarmönnunum til þess að hafa yfirsýn yfir það sem verið er að breyta.
Ég þekki ekki kerfið til hlýtar hjá þeim sem eru með örorku. Þar eru aðrir betur í stakk búnir til þess að útskýra hvaða afleiðingar þessar breytingar núna 1.september hafa.
Eitt ætti þó að vera alveg ljóst öllum sem vilja vita að öryrki hættir að vera öryrki 67 ára. Þannig er það bara!
Lesið ykkur í gegnum upplýsingar hjá TR og finnið út það sem ykkur langar að vita. Ef þið skiljið ekki tróðið er hægt að senda fyrirspurn og stundum er meira að segja svarað!
Hulda Björnsdóttir
