Frítekjumörk september 2025

  1. Ágúst 2025

Góðan daginn

Nú er hafin umræða á Facebook um frítekjumark öryrkja og eldri borgara

Ef einhver hefur áhuga og getu til þess að fara inná vef TR er þetta svart á hvítu en fyrir hina lítur þetta svona út fyrir almenna ellilífeyris þega og öryrkja:

Almennt frítekjumark öryrkja 100 þúsund

Almennt frítekjumark eldri borgara 36.500

Fyrir hina efnameiri sem fá ellilífeyrir lítur þetta út svona:

Sérstakt frítekjumark v atvinnutekna 200 þúsund á mánuði

Hálfur ellilífeyrir og hálf heimilisuppbót 325 þúsund á mánuði

Hálfur ellilífeyrir er fyrir hina betur stæðu, það liggur í augum uppi!

Venjulegir útslitnir verkamenn og verkakonur geta ólíklega unnið fram yfir 67 ára!

Eins og sjá má af þessu sitja almennir eldri borgarar, þeir sem hafa lágar tekjur frá lífeyrissjóðnum, enn eftir bara eins og venjulega

Skerðingar éta upp lífeyrissjóða tekjur og það breytist ekkert 1 september, sama hvort sá 67 ára var öryrki eða ekki.

Kannski finnur Inga aðferð til þess að búa til enn meiri skiptingu hjá eldri borgurum og endanlega afskrifa hina sem eftir sitja.

Hún byrjaði á því um síðustu jól og kæmi mér ekki á óvart að það héldi áfram

Hulda Björnsdóttir

Unknown's avatar

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a comment