25. ágúst 2025
Af hverju er ekki hægt að reikna út inneign eða skuld við TR fyrr en kannski í september hjá þeim sem búa erlendis?
Hvers á það fólk að gjalda?
Ég bý í landi þar sem ég greiði skatta samkvæmt búsetufesti
Hér er skattskýrslan mín tilbúin í lok maí í síðasta lagi og sendi ég hana til TR.
Skattskýrsla á Íslandi kemur snemma á árinu.
Þá eru sem sagt 2 skattskýrslur í hólfinu hjá TR á Íslandi og mér finnst að ekkert sé því til fyrirstöðu fyrir stofnunina að reikna út hvort ég skuldi stofnuninni eða hvort stofnunin skuldi mér!
Síðan getur TR farið með stöðu mína rétt eins og hún gerir hjá þeim sem borga skatta á Íslandi og búa á Íslandi!
Ég veit að í sumum löndum eru skattar reiknaðir út hjá báðum löndum skv. Tvísköttunarsamningi landanna og þar skil ég að þetta geti kannski tekið tíma en hjá þeim sem hafa einfaldari tvísköttunarsamninga þar sem allt er klippt og skorðið er þetta ekki vandamál, eða hvað?
Ég sendi TR bréf vegna þess að þau sendu mér skilaboð þar sem sagt var að uppgjör lægi fyrir, og var það snemma sumars. Ég spurði hvar uppgjörið væri því ég finndi það ekki.!
ÞAÐ ER EKKERT UPPGJÖR KOMIÐ HJÁ ÞÉR, var svarið.
Þá sendi ég annað bréf, HVENÆR VERÐUR ÞAÐ TILBÚIÐ?
STEFNT ER AÐ ÞVÍ Í BYRJUN SEPTEMBER var svarið!
Auðvitað vissi ég að þetta yrði svona en mér fannst og mér finnst að stofnuni ætti að geta sent út réttar upplýsingar númer eitt.
Ég hefði haldið að útreikningar og annað sem viðkemur uppgjöri sé gert með forritum í tölvum hjá stofnuninni eða er þetta reiknað með höndunum?
Þetta hlýtur að vera unnið í tölvum, það er árið 2025!
Hvað er það sem veldur þessum einkennilegu vinnubrögðum?
Er það léleg stjórnun, eða bara leti?
Það hlítur að vera hægt að merkja vinnsluna þar sem skilgreint er ef t.d. viðkomandi býr í landi þar sem tvísköttunarsamningar eru einfaldir eins og hjá mér.
Ég gæti auðvitað reiknað þetta út sjálf en nenni því ekki þetta árið.
Á næsta ári veit ég að ég verð með inneign því tekjuáætlun er hærri allt árið en rauntekjurnar. Þá er þetta einfalt eða hvað? Nei það verður sama ruglið.
Kannski kemur uppgjörið í september á næsta ári eins og mörg undanfarin ár.
Ég leyfi mér að leggja til að TR fái sér almennilega forritara sem kippa þessu rugli í lag.
Þar til það gerist verð ég röflandi hvert einasta ár í júní og í lok ágúst og kannski lengur.
Ég bauðst einu sinni til að hjálpa þeim við þetta en því var hafnað!
Þeir sem stjórna TR lítið nú í alvöru á málið og lagið þetta strax. Ég skil vel að þið séuð orðin hundleið á þessari konu og kvörtunum hennar. Eina leiðin til þess að losna við mig er að laga kerfið!
Hulda Björnsdóttir
