22.07.2025
Eftir 1.september breytist örorkulífeyrir hjá þeim sem eru 67 ára og komnir á eftirlaun
Lífið heldur áfram en breytingar eru fram undan
Hafið þið skoðað hvernig raunveruleg kjör verða eftir 1.september?
Það getur ekki verið að öryrki sem varð 67 ára hætti að vera öryrki og lúti öðrum lögmálum en fyrir 67 ára!
Þetta bara getur ekki verið, eða hvað?
Tveir einstaklingar með 200 þúsund króna tekjur á mánuði T.d. greiðslur frá Lífeyrissjóði
Sá aldraði sem býr einn
Ellilífeyrir á mánuði 347.521
Heimilisuppbót á mánuði 87.817
Aðrar tekjur 200.000
Frítekjumark 36.500
Skerðingarprósenta 56,9 %
Skerðing 93.032
Greitt fyrir skatt kr.342.307
Öryrkinn sem býr einn (eftir 1.september)
Örorkulífeyrir á mánuði 396.340
Heimilisuppbót 65.709 (Hún er hærri hjá eldri borgaranum)
Aðrar tekjur 200.000
Frítekjumark 100.000
Skerðingarprósenta 45%
Skerðing 45.000
Greitt fyrir skatt kr. 417.049
Mismunur þessara tveggja einstaklinga sem búa einir á Íslandi er 74.743 eða 21.8%
(vegna mismunandi grunnupphæða 26.700 og
v/mismunandi skerðinga 48.032 eða samtals 74.743 krónur sem gera 21,8%)
sem öryrkinn er fær hærri greiðslur á mánuði
Sá aldraði sem býr einn og býr erlendis með skráð lögheimili þar fær ekki heimilisuppbót vegna þess að sú uppbót er flokkuð sem Félagslegar bætur og þær falla allar niður þegar lögheimili er skráð erlendis lögum samkvæmt. Búsetuland er þar sem lögheimili er!
Lífið heldur áfram eftir 67 ára aldurinn en öryrkinn sem var öryrki þar til hann átti afmæli en svo ákváðu stjórnvöld að hann yrði alheill og fengi bara venjulegan ellilífeyri!
Ég hef ekki séð mikið skrifað um þetta mál. Ég veit að Finnur Birgisson skrifaði um máli málið í janúar 2025 og er sú grein það eina sem ég hef séð.
Ef einhver hefur komið auga á fleiri skrif þá þætti mér vænt um að fá að vita hvar, svo ég geti skoðað það?
Þetta er auðvitað fáránlegt óréttlæti en ég óttast að ráðamenn muni enn auka á ranglætið með því að flokka eldri borgara enn meira niður en nú er gert.
Einhvern vegin verða þau að klóra sig út úr þessu vandræðamáli!
Ég fylgist spennt með.
Hulda Björnsdóttir
