18.júlí 2025
Samtals búa 952 Íslendingar á Spáni skv. þjóðskrá 1.desember 2024
Þetta eru þeir sem eru með lögheimili á Spáni
Eitthvað er um að fólk búi á Spáni 183 daga, fari svo til Íslands einn mánuð eða svo, t.d. um jólin og svo aftur út og talning byrjar aftur upp í 183 daga.
183 dagar (6 mánuðir) eru leyfðir áður en skipta þarf um lögheimili og vera skráður í búsetulandi.
Ef einstaklingur sem fær greiðslur frá TR, til dæmis öryrki eða eftirlaunamaður eða kona, sem býr einn flytur til til dæmis til Spánar og er þar í 6 mánuði og fer til Íslands í einn mánuð og svo út aftur, heldur hann eða hún fullum réttindum hjá TR.
Viðkomandi þarf að vera með skráð lögheimili á Íslandi til þess að þetta virki.
Ég þekki nokkur dæmi um fólk sem nýtir sér þetta í botn, ár eftir ár.
Ég er alls ekki að segja að allir öryrkjar og eftirlaunafólk séu að svindla á kerfinu! Hreint ekki, ég er að segja að ég þekki persónulega dæmi um þetta.
Náskyldur ættingi minn bjó í Ameríku í áratugi en var skráður með lögheimili á Íslandi og fékk fullar bætur frá TR. Viðkomandi er látinn fyrir nokkrum árum.
Það eru fleiri dæmi um svona hegðun og mér finnst þetta ósvífið gangvart þeim sem hafa flutt og skráð sig með lögheimili erlendis, þar sem þeir búa.
Sérlega ósvífið finnst mér vera þegar þetta sama fólk gagnrýnir spillingu og heldur ekki vatni af hneykslun.
Einhver rís nú upp og ræðst á mig og brigslar mér um að vera með ofsóknir!
Ég er ekki að ofsækja neinn.
Það er skoðun mín að fólk eigi að fara eftir reglum og það gerir þetta fólk sem ég veit um á Spáni. Það nýtir sér allt í botn, sem er í raun það sama og til dæmis alþingismenn gera!
Fleiri stéttir en þeir sem eru á þingi sem komast upp með að nýta skrýtið kerfið til hins ýtrasta og þykir ekkert athugavert við!
Þegar öryrki og eldri borgari flytur lögheimili falla niður allar félagslegar bætur, t.d. heimilisuppbót fyrir þá sem búa einir.
Þegar öryrki eða eldri borgari nýtir sér 180 dagana, skreppur til íslands þar sem hann er með skráð lögheimili, og fer aftur út eftir mánuð eða svo, þá fær hann fullar bætur frá TR með félagslegum bótum!
Mér finnst þetta skítt!
Auðvitað kemur mér þetta ekkert við og er samt að skipta mér af því !
Þetta er kannski bara öfund hjá mér!
Nokkrum vinum mínum finnst það sama og mér um þetta mál en við reynum að halda okkur á mottunni og vera ekki að skipta okkur mikið af.
Ég er hreint ekki að segja að meirihluti þessara hópa sé að nýta sér kerfi svona.
Fólk flytur t.d. til Spánar svo það þurfi ekki að lepja dauðann úr skel á Íslandi þar sem verðlag er allt annað á Spáni, enda laun mun lægri en á Íslandi og allt helst þetta í hendur, verðlag og laun. Meirihluti þessara hópa skráir lögheimili sitt þar sem það býr!
Það er skammarlegt fyrir stjórnvöld, sem ráða hvernig búið er að þessum hópum að ekki skuli séð til þess að allir geti haft mat á diskinum sínum alla daga mánaðarins.
Núverandi ríkisstjórn segist ætla að bæta kjör þessar fólks!
Kannski gerir hún það á næstu 4 árum, eða 3 sem eru eftir af kjörtímabilinu.
Eitt er alveg víst að bilið á milli öryrkja og eldri borgara eykst núna 1 september og gildir þá einu hvort sá 67 ára er öryrki eða ekki.
Ég verð að segja að það kæmi mér ekki á óvart að komið yrði á enn einni skiptingunni hjá eldri borgurum til þess að öryrkjar dyttu ekki niður í launum við 67 ára aldurinn.
Nú þegar er eldri borgurum skipt í hópa, BB sá um sína og á meðan almennur eldri borgari fær til dæmis 36,500 króna frítekjumark eru aðrir sem eru með allt upp í 200.000 eða meira!
Greiðslur frá Lífeyrissjóðum eru laun sem fresta hefur verið að fá greidd! Við greiddum prósentur af launum okkar í sjóðina en það hætti ekki að vera partur af launum okkar!
Mér finnst þetta ekkert flókið.
Núna er þetta mál til meðferðar hjá Mannréttinda dómstóli og verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því.
Íslensk stjórnvöld er ekki á því máli og ég hef aldrei skilið hvaða augum yfirvöld líta á laun sem fresstað var að borga út til launþegans og lagt í ess stað inn hjá lífeyrissjóði og geymt til efri áranna!
Auðvitað er ég bara venjuleg almúga kona sem skilur ekki hvernig ráðamenn hugsa og finnst það oft eins og hrærigrautur í skál sem gefinn er í formi loforða fyrir kosningar.
Hulda Bjornsdóttir
