17.07.2025
Hér að neðan hef ég tekið beint af vef TR þar sem gefið er upp hvernig kjör örykja og eldri borgara verða eftir ný lög sem ganga í gildi 1. September 2025
Þeir sem hafa áhuga geta farið inn á vef TR og skoðað allar upplýsingar varðandi þessa 2 hópa.
Ástæða þess að ég er að velta þessu fyrir mér er að ég heyrði í einhverju viðtali eða yfirlýsingu að ríkisstjórnin myndi hækka frítekjumark upp í 60 þúsund 1.september
Hvaða frítekjumark var ekki tekið fram
Það getur allavega ekki verið fyrir eldri borgara og alls ekki fyrir öryrkja þar sem þeirra frítekjumark skv. nýjum lögum sem taka gildi 1.sept.2025 verður 100 þúsund á mánuði.
Mér finnst þetta allt hið einkennilegasta mál.
Ef skoðað er niður í kjölinn kjör þessara tveggja hópa þá koma öryrkjar mun betur út og hafa ber í huga að öryrkjar verða eldri borgarar og þá gætu þeir lækkað í tekjum um rúm 20 prósent.
Hvað er ríkisstjórnin að hugsa í því máli?
Hér að neðan er það sem ég styðst við í þessum pistli
Fjárhæðir og frítekjumörk
Upplýsingar um nýjar fjárhæðir örorkulífeyris
Örorkulífeyrir samanstendur af grunngreiðslum og viðbótargreiðslum.
| Réttindi | á mánuði | á ári |
| Örorkulífeyrir | 396.340 krónur | 4.756.080 krónur |
| Heimilisuppbót | 65.709 krónur | 788.508 krónur |
| Aldursviðbót | 31.290 krónur | 375.480 krónur |
Ný frítekjumörk
Almennt frítekjumark fyrir örorkulífeyrisgreiðslur í nýju kerfi verða 1.200.000 krónur krónur á ári.
Almennt frítekjumark tekur til allra tekna sem áhrif hafa á örorkulífeyrisgreiðslur einstaklinga hjá Tryggingastofnun, þar með talið launatekna, lífeyrissjóðstekna og fjármagnstekna.
Þau sem eru fá örorkulífeyrisgreiðslur munu hins vegar ekki njóta sérstaks frítekjumarks vegna atvinnutekna.
| Réttindi | á mánuði | á ári |
| Almenn frítekjumörk | 100.000 krónur | 1.200.000 krónur |
Ný frítekjumörk
Almennt frítekjumark fyrir örorkulífeyrisgreiðslur í nýju kerfi verða 1.200.000 krónur krónur á ári.
Almennt frítekjumark tekur til allra tekna sem áhrif hafa á örorkulífeyrisgreiðslur einstaklinga hjá Tryggingastofnun, þar með talið launatekna, lífeyrissjóðstekna og fjármagnstekna.
Þau sem eru fá örorkulífeyrisgreiðslur munu hins vegar ekki njóta sérstaks frítekjumarks vegna atvinnutekna.
| Réttindi | á mánuði | á ári |
| Almenn frítekjumörk | 100.000 krónur | 1.200.000 krónur |
Frítekjumörk
Frítekjumörk segja til um hvað lífeyrisþegi má hafa í tekjur áður en ellilífeyrir, viðbótarstuðningur og heimilisuppbót skerðast.
| Sérstakt frítekjumark vegna atvinnutekna | Krónur á mánuði | Krónur á ári |
| Ellilífeyrisþegar | 200.000 | 2.400.000 |
Almennt frítekjumark
Almennt frítekjumark er fyrir allar aðrar tekjur ellilífeyrisþega án atvinnutekna.
- 36.500 krónurá mánuði eða 438.000 krónur á ári fyrir ellilífeyri og heimilisuppbót
- 325.000 krónur á mánuði eða 3.900.000 krónur á ári fyrir hálfan ellilífeyri og hálfa heimilisuppbót.
Sérstakt frítekjumark
Sérstakt frítekjumark er fyrir atvinnutekjur ellilífeyrisþega, hvort sem lífeyrisþegi taki fullan lífeyri eða hálfan lífeyri.
- 200.000 krónur á mánuði
- 2.400.000 krónur á ári
Hulda Björnsdóttir
