17. maí 2025
Í fyrradag, minnir mig, fór ég inn á mínar síður hjá TR til þess að sjá hvernig ég kom út í fyrra og hvort ég þurfi að endurgreiða mikið!
Ekkert inni á mínum síðum, og líklega vegna mikils álags svona fyrstu dagana!
Núna fór ég aftur inn á síðurnar og hugsaði með mér að allt væri komið í lag núna og álagið minna!
Nei, ekkert inni á minni síðu? Hvað var eiginlega í gangi?
Jú, það er nefninlega þannig að ég bý erlendis og er skráð þar eins og lög gera ráð fyrir, og við sem erum löglega erlendis með lögheimili þar fáum ekki uppgjör fyrr en í haust, líklega í september, minnir mig.
Ég er þá ekkert að æsa mig yfir þessu meira!
Þeir sem búa kannski 179 daga á Spáni og fara til Íslands í einhverja daga og svo aftur til Spánar í aðra 179 daga eru auðvitað búnir að fá sitt uppgjör, því þeir eru skráðir á Íslandi, hvernig svo sem þeir fara að því, vegna þess að ekki eru allir forríkir og hafa ekki efni á2 íbúðum, svo ég veit ekkert hvernig þeir fara að þessu!!
Þetta fólk fær auðvitað fullar bætur frá kerfinu á Íslandi og borgar skatta þar, annað væri jú ekki sanngjarnt.
Nú rís kannski einhver upp og segir mig ljúga þessu.
Það er allt í lagi með það, en ég veit þetta fyrir víst, reyndar veit ég ekki hver margir þetta eru, en þeir eru þó nokkrir og ég læt þá stundum fara í taugarnar á mér þegar þeir birta sælumyndir frá Spáni, brosandi, leikandi Golf og drekkandi guð má vita hvað, en alltaf skæl brosandi og hamingjusamt.
Þetta sama fólk er duglegt við að gagnrýna spillingu á Íslandi!
Já, það er satt og rétt og spillingin veður uppi en augað er blint þegar kemur að eigin skinni.
Auðvitað á ég ekkert að vera að skipta mér af þvi hvað aðrir gera.
Auðvitað á ég ekki að vera að ergja mig á því að þetta fólk fái til dæmis heimilisuppbót, sem ég fæ ekki, af því að ég er heimilisföst erlendis og fer eftir reglum.
Já að fara eftir reglum er auðvitað galið en ég geri það nú samt.
Ég ætla að reyna að vera ekki að láta þessa svindlara halda fyrir mér vöku í framtíðinni.
Mér kemur þetta ekkert við, eða hvað?
Ég læt mér duga það sem ég fæ skammtað frá TR, sem stelur auðvitað af mér 45% af því sem ég fæ frá lífeyrissjóðinum, og ég get verið örugg um að TR er með rétta kröfu á mig í farvatninu sem ég þarf að borga í haust, mér til mikillar ánægju.
Góð samviska er gulli betri.
Sumir eru bara samviskulitlir með öllu !
Hulda Bjornsdottir
