Vonandi verður þetta góður dagur fyrir þjóðina

30. nóvember 2024
Í dag er merkilegur dagur finnst mér.

Kosningar aftur á Íslandi, enn eina ferðina.

Margir flokkar og mikið af loforðum og orðaflaumi.

Mér finnst einkennilegt hvernig hægt er að flakka á milli flokka, vera rekin úr einum flokki og labba inn í annan.

Mér þykir frekar grunt á prinsipum hjá sumum.

Hvernig er hægt að vera í framboði fyrir flokk og vera ekki sammála öllum stefnumálum flokksins? Er það algengt?

Ég hef ekki kosningarétt og mun þess vegna ekki hafa nein áhrif á kosningarnar.

Hins vegar fylgist ég með því sem er að gerast því það hefur áhrif á afkomu mina hvernig stjórnað er á landinu.

Fyrir nokkrum árum var ég að burðast með samvisku til þess að reyna að hafa áhrif á stjórnmálamenn og skrifaði þeim stundum bréf og útskýrði tölur.

Svörin voru ekki merkileg hjá flestum, semsagt engin. En þó voru nokkrir sem ég gat verið viss um að mundu að minnsta kosti lesa póstinn og jafnvel Svara.

Þar á meðal var til dæmis annar þeirra sem nú hefur verið rekinn úr FF og kominn eitthvað annað, sem ég man ekki hvert.

Píratar voru líka duglegir að skrifa til baka.

Einn maður frá Samfylkingunnu svaraði og mér þótti hann áhugaverður vegna þess hvernig hann tók mér. Hann var með á nótunum.

Ég var hrædd um að hann myndi missa eldmóðinn og að prinsippin mundu víkja fyrir flokksaganum.

Þetta virðist ekki hafa gerst. Hann er einn ötulasti baráttumaður fyrir eldri borgara og það sem hann segir er skynsamlegt og hljómar ekki eins og bull kosningaloforð.

Þetta er Jóhann Páll Jóhannsson

Ég vona að hann verði í næstu ríkisstjórn og fái þar að koma hugsjónum sínum í verk.

Ef ég hefði kosningarétt á Íslandi og væri að fara á kjörstað núna mundi ég kjósa Samfylkingin una. Ég vona að guð gefi að þau fari ekki í stjórn með Sjalla flokknum.

Ég verð að treysta því.

Ég hef fylgst með þeim og er ekki alltaf sammála öllu en í heildina finnst mér þau vera flokkurinn sem ég mundi styðja og treysta til þess að koma sínum málum fram.

Vonandi breytist Alþingi og starfshættir verði líðræðislegri.

Til þess að það gerist verður að koma Auðvaldinu frá. Frí fyrir BB og co í nokkur kjörtímabil svo þau geti náð áttum.

Íslandi gæti verið gott fyrir alla og til þess að það gerist ætla ég að treysta fólki eins og Jóhanni Páli sem hefur hugsjónir sem leka ekki út um gluggan.

Ég bíð spent eftir morgundeginum.

Hulda Bjornsdottir

Unknown's avatar

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a comment