28. nóvember 2024
Mikið ofboðslega verð ég fegin þegar þessar kosningar eru búnar.
Það er hrikalegt að horfa upp á hvernig flokkarnir hamast.
Ekki mikið af lausnum sýnist mér, en voða gaman.
Inga sópar að sér atkvæðum og sumir falla á kné af aðdáun.
Vonandi verður þetta nýja folk ekki fyrir vonbrigðum með frúna.
Ég er lukkuleg með að hafa ekki kosningarétt og geta ekki kennt mér um að hafa kosið vitlaust.
Einn af nýju aðdáendum hennar, sem ég hélt að væri ekki rasisti, hefur uppi orð um að hún sé sú eina sem ekki þiggur styrktarfé!
Hún hefur alltaf, frá upphafi fengið styrk frá ríkinu rétt eins og aðrir stjórnmálaflokkar.
Ég sýndi hvernig þetta er og fékk það svar að allir vissu við hvað væri átt!
Ég veit ekkert um það hvort Inga hefur fengið eitthvað frá fyrirtækjum eða ekki. Mér er nokk sama. Hún hefur nýtt sér allar matarholur til hins ýtrasta, svo mikið veit ég.
Nóg um Ingu.
Ég vona bara að hún komist ekki í ríkisstjórn.
Það er kalt í litla landinu mínu núna og veturinn kominn af fullu afli.
Það er kaktusa tíð á svölunum hjá mér og þeir blómstra nú eins og enginn sé morgundagurinn.
Ég sef vel þegar er svona kalt og fann mér loksins yfirbreiðslu sem heldur á mér hita.
Ég hef verið að basla við að vera með nokkur lög og sæng en núna er bara ein þykk teppasæng og svo auðvitað teppið sem ég heklaði fyrir nokkrum árum í garninu sem ég flutti með mér frá Kína.
Hlý fötin úr íslensku ullinn halda á mér hita yfir daginn og svo á ég fullt af viði til að brenna í arninum.
Ég er að spara núna, ætla að fá mér nýrri bíl í janúar og það er eiginlega ekki rúm fyrir 400 evru reikning fyrir central heating, allavega ekki fyrr en í febrúar eða mars!
Lífið er gott við mig og ég hlakka mikið til að komast á bíl sem er aðeins hærri að fara upp í, og auðvitað er minn orðin 22 ára og vill fara að komast eitthvað annað. Ég keypti hann þegar ég kom hingað fyrir um 15 árum og hann er búinn að reynast mér vel.
Ég sagði Paulo, sem er yfir verkstæðinu sem hefur séð um bílamálin fyrir mig, að ég vildi bara fá góðan automatic bíl, og hann vildi að ég fengi hærri bíl svo það væri auðvelt að fara inn og út.
Fyrst fannst mér þetta ekki mikið atriði en svo fór ég að hugsa og sá að líklega væri þetta fín hugmynd og eftir að hafa prófað að setjast upp í svona dýrð þá sannfærðist ég.
Í næsta mánuði ætlar Paulo að fara að litast um eftir bíl handa mér!
Þetta er spennandi.
Kallinn uppi hefur ekki gargað vegan arinsins, alla vega ekki enn, en hann kvartar við nágranna mina um ósveigju þeirrar einstæðu!
Toni, nágranni minn ber upp viðinn fyrir mig þegar ég vil og svo ber ég líka upp þegar ég þarf, það er góð líkamsþjálfun.
Á mánudaginn ætti að vera komið í ljós hvaða flokkar vinna kosningarnar á Íslandi og þá get ég hætt að Skipta mér af.
Hulda Bjornsdottir


