26. nóvember 2024
Meira sem meira sem mér liggur á hjarta svona í morgunsárið
FF:
Ég hef aldrei haft trú á FF, eða ekki síðan ég fylgdist með honum í byrjun.
Ég hélt að nú væri komið afl sem mundi virka en varð fljótlega fyrir vonbrygðum.
Nú verð ég líklega drepin en það er allt í lagi!
Þetta er mín skoðun og hún er ekki að líta dagsins ljós í dag, hún hefur haldið í öll árin sem frá FF hefur grátið sig inn í eitt og annað.
Hins vegar ofbýður mér núna.
Hvaða stefnu hefur flokkurinn eiginlega?
Nýir frambjóðendur eru í mínum huga algjörlega á skjöl við það sem flokkurinn hefur gefið sig út fyrir.
Fólk sem ég hélt að væri prinsipp fólk er einhvern vegin út og suður.
Einn sagði, þegar hann var spurður, að hann væri ekki sammála öllu í stefnu flokksins. Hvernig er það hægt? Gengur maður ekki til liðs við flokk og fer í framboð fyrir hann til þess að framfylgja stefnunni? Ég bara spyr.
Annar frambjóðandi, sem ég hef hlustað þó nokkuð á og ég hefði aldrei látið mér detta í hug að væri til í dans með FF er þar og virðist bara kúl og happy!
Þegar ég hlusta á málflutning FF þá heyri ég fullt af loforðum um allt mögulegt sem á að bæta kjör hinna lægst launuðu.
Ég hef aldrei heyrt neitt um hvernig á að fjármagna veisluna.
Jú, það á að taka ellilífeyrinn sem við höfum safnað í gegnum starfsævina og nota hann til þess að fjármagna geymið.
Hvaðan í veröldinni kemur þetta fólk?
Við sem erum í hópi þeirra sem fyrst fórum að greiða í lífeyrissjóði greiddum skatt af öllum launum okkar, líka því sem fór í framlag til sjóðanna.
Nokkrum árum seinna var kvefinu breytt og fram í lífeyrissjóð var ekki skattlagt í bili og átti að skattleggja þegar við færum á eftirlaun, sem mörg okkar hafa reyndar verið svo heppin að gera.
Nú borgum við skatt af eftirlaunum okkar, en í raun erum við búin að greiða þann skatt fyrir mörgum árum en aldrei verið tekið tillit til þess í núverandi kerfi.
Ef hinn háværi gargandi FF kæmi sínu í gegn þá kæmi sama staða upp hjá þeim sem færu á eftirlaun eftir nokkur ár eða nokkra áratugi.
Hverjig ætlar FF að leysa það mál, partur af eftirlaunum yrði skattlaus þegar hann er tekinn út vegna þess að það er búið að borga skatt, og partur yrði einhvers staðar úti í móa?
Auðvitað hafa hvorki núverandi nýir eða gamlir FF framboðs menn hugsað dæmið til enda.
Það er ekki stefna FF að hugsa neitt til enda.
Bara eyða og eyða og lofa og lofa.
Ég gæti tekið dæmi af mörgu en ætla að láta þetta duga.
Það er fullt af fólki sem ætlar að kjósa FF og ég vorkenni því. Vonbrigðin verða ægileg.
Útlendingahatur er eitt af því ógeðslegasta sem ég hef séð koma frá flokkum en þessi er fullur af slíku, alla vega er formaðurinn ekkert að fela þá skoðun sína.
Ég vona að fólk átti sig áður en það fer í kjörklefann en er þó ekki bjartsýn.
Vinkona mín segir oft AÐ FÓLK SÉ FÍFL
Kannski hefur hún rétt fyrir sér
Hulda Björnsdóttir
