Ekki hægt að afþakka dreifbýlisstyrk!

26.nóvember 2024

Eitt og annað sem mér liggur á hjarta.

Ég er eiginlega eins og óvirkur eða virkur alki sem getur ekki hætt að drekka en langar þó mikið til þess.

Reyndar hef ég aldrei drukkið svo þetta er ekki vandamál hjá mér en einkennin virka stundum lík.

Ég sagði í byrjun eftir stjórnarslitin að nú ætlaði ég að halda að mér höndum og ekki vera að rífa mig.

Ég hef líka oft sagt að nú væri ég hætt að rífa mig varðandi kjör eldri borgara og öryrkja.

Það er ótrúlega erfitt fyrir mig að standa við þessi heit, ég reyni en svo missi ég tök á mér og allt fer í sama horfið, rétt eins og hjá alkanum sem byrjar aftur og aftur og aftur að drekka!

Ég sé að verðbólga er á niðurleið því greiðslan til mín frá Líf lækkar um rúmar þúsund krónur frá því í október.

Guði sé lof að ég gerði ekki ráð fyrir hækkun í áætlun fyrir desember!

Það er flókið að halda utan um áætlanir þegar gengið er eins og andskotinn út um allt. Núna er það búið að standa kyrrt í 3 daga, hvort það heldur fram að mánaðamótum er svo annað mál.

Ég heyrði eða sá einhvers staðar í gær eða fyrradag, held ég, að sjallakona ein sem býr ekki úti á landi en fær landsbyggðarstyrk geti ekki afþakkað hann vegna einhvers, líklega reglugerðar eða laga.

Svona afsakanir eru út í hött finnst mér. Ef þetta er eins og hún segir þá á bara að breyta þessu. Til þess hlýtur alþingi að vera, eða er það alveg máttlaust og getur engu breytt? Ég bara spyr.

Fundur með pólitíkusum og FEB:

Ég er búin að hlusta aðeins, ekki á allan fundinn en heyrði í Jóhanni Páli og Miðflokkskallinum.

Miðflokkskallinn ætlar að hækka skerðingarmörk í 150 þúsund, ekki málið, að hans áliti og kostar voða lítið!

Jóhann Páll sagði að Samfylkingin ætlaði að hækka mörkin upp í 60 þúsund.

Ég tek Meira mark á því sem Jóhann Páll segir.

Hann er góður baráttumaður fyrir eldri borgara og veit hvað hann er að tala um. Það var gott að heyra hann taka sem dæmi konuna með 150 þúsundin frá Lífeyrissjóði. Ég kannaðist við þá konu!

Jóhann Páll er einn af fáum sem svaraði mér þegar ég var að senda bréf til þingmanna og kvarta yfir skeytingarleysi varðandi eldri borgara.

Hann hefur enn sem komið er staðið við það sem hann sagði í svarinu og treysti honum til þess að vlja gera það en auðvitað er hann partur af þingflokki og verður að taka því sem þar er borið á borð. Ég er hins vegar fegin að hugsjónirnar eru enn til staðar hjá honum.

Það verður fróðlegt að halda áfram að hlusta á fundinn og sjá hvað hinir segja.

Miðflokksgaurinn fór mikinn en Jóhann var trúverðugur.

Þetta er gott í bili.

Mér liggur margt fleira á hjarta en ætla aðeins að hlusta frekar og sjá hvað mér dettur þá í hug

Hulda Bjornsdottir

Unknown's avatar

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a comment