2. október 2024
Ég hlustaði á Kristrúnu Frostadóttir á Samstöðinni fyrr í dag.
Mér fannst hún afskaplega loðin í svörum og ekki koma svör við beinum spurningum.
Nú er komið að kosningum samkvæmt fréttum áðan og þá er spurningin hvað gerir Samfylkingin.
Bjargar hún Sjöllum og kemur þeim aftur í stjórn eða verður það miðflokkurinn?
Mér líst hreint ekki á þetta allt saman.
Um áramótin taka gildi lög sem frestað var um síðustu áramót varðandi persónuafslátt þeirra sem hafa flúið land og búa erlendis.
Það á að afnema persónuafslátt hjá þessu fólki.
Mér finnst þetta mjög einkennilegt mál og skil ekki hvernig það getur samræmst stjórnarskrá að taka persónuafslátt af fólki með tilliti til búsetu.
Það virðist vera máttlaus forysta öryrkja og eldri borgara varðandi þetta mál.
Ég var að vona að við upphaf þings mundi koma tillaga frá FF til dæmis um að afnema þessa lögleysu en nú gerist það ekki þar sem boðað hefur verið til kosninga í nóvember og allt púður fer í kosningabaráttu.
Þetta er vont mál og munar miklu fyrir bæði öryrkja og eldri borgara sem hafa nú þegar misst öll félagsleg réttindi við það eitt að flytjast úr landi.
Dettur einhverjum eitthvað í hug sem hægt væri að gera til þess að koma í veg fyrir þessa aðför að fátæku fólki sem hefur flúið land til þess að geta haft mat á diskinum og húsaskjól?
Ég kann engin ráð en höfða til ykkar sem lesið þetta. Beitið ykkur ef þið hafið minnstu hugmynd um hvað væri hægt að gera.
Ég veit að það er í gangi undirskriftasöfnun en hún gagnar kannski lítið núna þegar landið verður líklega stjórnlaust um skeið.
Ég prófaði að fara inn á undirskriftalistann en gat ekki skráð mig með appinu!
Hulda Bjornsdottir
