Where are the keys?

Stundum er einfalt svo flókið
Ég var að fara heim úr ræktinni í morgun.
Ég þarf að stinga lyklinum í skrána á bílnum því remote virkar ekki í bili

Ég lét dótið í aftursætið og settist í bílstjóra sætið

Hvar voru lyklarnir?  😭
Ég vissi að ég hafði opnað með þeim en nú voru þeir týndir

Hvernig gat það verið?

Ég fór í alla vasa og leitaði um allt. Undir sætunum, undir mottunum, undir bílnum og ekkert fannst

Settist inn og var gráti næst!

Ég verð að fá einhvern til að hjálpa mér!

Stóð upp og þegar ég var að loka starði þá ekki lykillinn á mig alveg bit.

Ætlarðu að skilja mig eftir? sagði hann undrandi

Stundum er lífið einfaldlega svo skemmtilegt 😀

Unknown's avatar

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a comment