1.september 2024
Í dag er nýr mánuður og nýjar áskoranir.
Ég hef verið að reyna að setja mig inn í ruglið í lögum um öryrkja og skil hvorki upp né niður í þeirri vegferð.
Hvað er það nákvæmlega sem breytist og hvernig kemur þetta út fyrir öryrkjana?
Þetta er stóra spurningin.
Líklega fá einhverjir öryrkjar hálfgert sjokk þegar þeir skoða greiðslurna sem kemur til þeirra í dag.
Eldra fólk er líklega ekki í vandræðum með að skilja þeirra seðil því eins og við vitum þá hætta öryrkjar að vera öryrkjar þegar þeir ná ákveðnum aldri, sama hvort þeir hafi verið öryrkjar allt sitt líf, til dæmis vegna líkamlegrar fötlunar.
Skrifræðið á skrípaskeri er samt við sig.
Undanfarið hefur farið mikið fyrir báráttu Samstöðvarinnar fyrir fólk á Gaza.
Væri ekki dásamlegt ef sami kraftur væri notaður í að berjast fyrir bættm kjörum eldri borgara sem tilheyra þeim sem eru að fá skammtaða skömm frá TR?
Nei, auðvitað kemur það ekki fjölmiðli eins og Samstöðinni við hvernig fátækir eldri borgarar hafa það. Fólk úti í heimi er mikilvægara.
Ég er ekki að gera lítið úr hörmungum þeirra sem búa við stríð alla daga úti í heimi.
Ég er hins vegar að furða mig á því að ekki skuli vera beitt sama þrýstingi og baráttu fyrir Íslendinga.
Kannski er ástæðan sú að forsprakki fjölmiðilsins hefur þá skoðun að barátta fyrir afnámi skerðinga á tekjum frá Lífeyrissjóði sé bara fyrir þá ríku!
Fáfræðin er algjör og ég ætla mér ekki þá dul að hægt sé að breyta þessu viðhorfi. Mér finnst bara grátlegt að ekki skuli vera hamrað á því dag og nótt hvernig bæta má hag þeirra sem byggðu upp þetta land með striti og tárum allt sitt líf, og eru nú hundsaðir og látið sem þeir tilheyri ekki !
Margir hafa flúið til þess að geta lifað af síðasta part ævinnar og það fólk er ekki á leiðinni aftur til Íslands.
Nú um áramótin verður enn ein aðförin að eldri borgurum sem eru flóttamenn frá Íslandi og persónuafsláttur afnuminn hjá þeim.
Hverslags aðför er þetta eiginlega?
Er það markmið alþingis og ríkisstjórnar að murka lífið úr þessum hópi með öllum tiltækmu ráðum, og þegar ekki gengur nógu vel þá eru búin til ný lög til að hnýta endahnútinn?
Er þetta virkilega svona ?
Ég er reið og skammast mín fyrir að tilheyra svona þjóð!
Hulda Bjornsdóttir
