Krabbaklóin teygir sig um allt og étur börnin

24. ágúst 2024

Ég er að velta fyrir mér hvernig í ósköpunum fólk getur hugsað sér að kjósa Trump aftur til forseta Bandaríkjanna!

Hvað er eiginlega að fólki?

Hann röflar út í eitt og ef hann les ekki beint upp af blaði það sem þeir sem eru að reyna að stýra honum inn á almennilega umræðu, þá verður hann geggjaður og endurtekur sömu rulluna aftur og aftur um eigin ágæti.

Svo hugsa ég mig aðeins um!

Á Íslandi er þetta ekki svo ólíkt.

Kjósendur treysta loforðarullunni og núna skrifar BB svo til á hverjum degi um eigið ágæti og segir frá því hvað hann er að gera margt merkilegt!

Þessu treystir fólk í blindni og mun auðvitað kjósa hægrið aftur í næstu kosningum á Íslandi, hvenær svo sem verður kosið.

Ég hef enga trú á því að t.d. Samfylkingin fari EKKI í stjórn með sjallaklíkunni.

Ég hef sagt þetta áður og ekkert sem ég hef séð breytir skoðun minni enn sem komið er. Auðvitað kemur mér þetta ekkert við en þar sem ég fæ eftirlaun mín frá TR þá fylgist ég með þessu og það hefur áhrif á afkomu mína hvernig útkoman verður.

Ég hef ekki miklar væntingar til þess að gengið verði lagað og lífið hjá almenningi batni.

Gengið hefur auðvitað áhrif á fleiri en okkur sem búum erlendis.

Stundum finnst mér eins og fólk haldi að það séum bara við, erlendis, sem séum að kvarta og við gætum bara komið okkur aftur til Ísland!

Ég veit ekki nákvæmlega hvað margir eftrirlauna þiggjendur eða öryrkjar búa erlendis en held að það séu alla vega nokkrir tugir!

Þetta fólk hefur flúið til þess að geta dregið fram lífið með sæmilegri reisn dag frá degi, þó fórnirnar séu að vera fjarri ættingjum og vinum.

Hvað er hægt að gera spyrja margir?

Ætlum við að láta bjóða okkur þetta áfram? spyr einhver aftur og aftur í pistlum og videoum á Facebook.

Ég hef ekki hugmynd um hvað Íslendingar vilja gera í málinu.

Ég veit hins vegar að það er ekki nóg að röfla og halda að td BB komi skyndilega til með að efna loforðið í bréfinu fræga sem hann sendi ellilífeyrisþegum!

Hann fitnar eins og púkinn á fjósþakinu og er létt sama um einhverja fátæklinga sem eru orðnir gamlir og ættu helst að fara undir græna torfu sem first svo hann þurfi ekki að hlusta á endalausa vælið.

Ég er ein af þessum óforskömmuðu sem vogaði mér að flytja af landinu fyrir langa löngu!

Ég fór þó nokkuð áður en ég varð 67 ára og skipulagði mig vel.

Margir sem flytja í örvæntingu geta ekki undirbúið sig og fara inn í óvissuna en komast svo að því að lífið er ögn auðveldara í nýja landinu og það er hægt að hafa mat á diskinum alla daga.

Elítan hefur hertekið landið og sleppir ekki tökunum, krabbinn teygir sig um allt þjóðfélagið og kannski verður ástandið bara alltaf eins og það er núna fyrir þá sem ekki eru í efsta lagi þjóðfélagsins.

Ég er ekki spámaður en stundum þegar ég hlusta á Trump þvæla um allt það sem hann muni gera gott fyrir miðstéttina þegar hann verður aftur forseti þá minnir hann mig á BB og SI.

Ég held að Íslendingar séu nokkuð betur gefnir en þeir bandaríkjamenn sem ætla að kjósa trumpinn.

Ég held að EF múgurinn risi upp eins og gert var í búsáhalda byltingunni um árið, þá mundi kannski einhver verða að taka afleiðingum gerða sinna, en samt er þetta líklega bara ómögulegt.

Krabba krumlan er ógeðsleg og slímug en kemst upp með allt sem henni dettur í hug.

Hvað er hægt að gera?

jú!

það er hægt að rísa upp og gera byltingu og ekki halda áfram árið 2024 að éta ormétið mjöl og myglaðar kartöflur eins og var gert í fyrndinni.

Það er nefninlega staðreynd að Íslandi hefur um aldaraðir verið stjórnað af Krabbaklóm!

Hulda Björnsdóttir

Unknown's avatar

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a comment