Hroki og valdnýðsla

10. júní 2024

Ég hlusta yfirleitt ekki á íslenskt útvarp eða sjónvarp og les ekki íslensk blöð.

Það eina sem ég fylgist með er Samstöðin, ekki alltaf en stundum.

Nú síðast hlustaði ég á Syni Egils á sunnudag og þar var einn frá Viðreisn og annar frá Sjálfstæðisflokki held ég

Það er ótrúlegt þegar ég hlusta á fólk frá hægri tala hvað þau vita í raun og veru lítið um hið almenna þjóðfélag.

Sjallarnir eru með málpípuna í lagi og vaða yfir allt og alla í þætti sem þessum á skýtugum skónum.

Ég væri löngu hætt að fylgjast með nokkru á landinu ef ég væri ekki háð því að fá eftirlaunin mín þaðan.

Það er svo hræðileg spilling grasserandi og valdafíknin tröllríður öllu.

Ég er viss um að Samfylkingin fer í stjórn með sjöllunum. Þau hafa verið að færa sig til hægri og miðað við það sem ég hef heyrt til þeirra þá eru þau ekki að berjast fyrir hina fátæku.

Sá reyndar Jóhann Pál með Ingu í þætti á Samstöðinni þar sem þau voru að tala um frumvarpið um Almannatryggingar. Hann hefur sett sig vel inn í málið en mér finnst hann ekki vera með sama baráttuandann og hann var í byrjun. Það tekst alltaf að berja niður í flokks agann  sama hvar er.

Að hugsa sér að þingmenn skuli ekki nenna að setja sig inn í mál sem varða fátækasta fólkið er þvílík skömm að orð eru ekki nægilega sterk til að lýsa því.

Allt gert fyrir völdin.

Ég verð alltaf fyrir jafn miklum vonbrigðum þegar ég hlusta á umræður um öryrkja og hvernig hægt er að bæta hag þeirra, sem er vissulega rétt og á að gera, en það er aldrei talað um þá staðreynd að þegar öryrkjar verða eftirlauna fólk snarbreytist staða þeirra.

Getur það verið að þeir sem þó hafa sett sig eitthvað inn í þessi mál, haldi að þegar ákveðnum aldri er náð þá hætti öryrkinn að vera öryrki og verði bara búmmmmmm allt í einu heill heilsu?

Þetta er staðreynd sem FF ætti að tala um en gerir ekki.

Ég er ekki öryrki og hef aldrei verið og á þar af leiðandi ekki neinna hagsmuna að gæta í málinu. Hins vegar ólst ég upp hjá öryrkja og þekki sára fátækt vel og veit hvernig hún fer með fólk.

Ísland er fjandsamlegt í garð fátækra og hefur líklega verið um langan tíma en núna keyrir þó um þverbak.

Umræða í þjóðfélaginu varðandi Almannatryggingalögin snýst um að hunsa eldri borgara og mér dettur stundum í hug að fólk vilji helst að fátækir eldri borgarar og annað fátækt fólk á landi drepist úr hungri og þar með sé sá vandi leystur!

Það tekur áratugi að laga samfélagið og ég verð ábyggilega löngu farin yfir móðuna miklu þegar það gerist.

Þetta er bara svo hræðilega sorglegt að ég get ekki þagað þunnu hljóði.

Hulda Bjornsdottir

Unknown's avatar

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a comment