28.maí 2024
Nokkrar hugleiðingar í morgunsárið
Í morgun hlustaði ég á viðtal við Steinunni Ólínu á RÚV og var glöð að sjá hvernig hún lætur ekki ljóskuna í bleiku mala sig.
Steinunn er frábær og með munninn fyrir neðan nefið.
Nú hef ég séð nokkra tala um að hún þurfi að fara á þing.
Ég er ekki sammála því. Ég held að við þurfum hana fyrir utan þing og að hún haldi áfram að rýna í þjóðfélagið eins og hún hefur löngum gert.
Fólk virðist halda að það eitt að komast á þing verði til þess að svona rödd komist til skila og breyti einhverju.
Staðreyndin er hins vegar að það ríkir flokksagi í hverjum einasta stjórnmálaflokki.
Ég rak mig á það fyrir mörgum árum þegar ég ætlaði að gera eitthvað í málum og bæta þjóðfélagið með því að setjast í stjórnmál. Ég var fljótt kveðin í kútinn þegar flokksaginn tók við.
Það er oft talað um að eldri borgarar, til dæmis, þurfi að komast á þing og talað um tugi þúsunda sem gætu stofnað eigin flokk.
Þá gleymist að það eru líklega ekki nema 18 þúsund eða svo sem búa við slæm kjör en hin 15 eða 20 þúsundin eru velstæðir eldri borgarar og þeir mundu aldrei fara að yfirgefa sinn flokk til þess að fara að berjast fyrir þeim sem minna mega sín.
(Þessar tölur eru kannski ekki alveg hárréttar en gefa mynd af stöðunni)
Það eitt að setjast á þing leysir nákvæmlega ekkert.
Alþingi er rotið niður í tær.
Það væri holl lesning fyrir alla að lesa bókina um Eimreiðar elítuna og komast aðeins í snertingu við hvað hefur veirð að gerast á landinu í áratugi.
Mín skoðun er að Steinunn Ólína þurfi að vera utan flokksaga og geta haldið áfram að vera baráttukona eins og hún hefur verið í langan tíma, án þess að flokksagi setji á hana grímu hinnar ægilegu politíkur sem flestir virðast lenda í, sem hafa fallið í gryfjuna.
Takk Steinunn Olina Thorsteinsdottir fyrir að vera þú og ég er stolt af því að hafa horft á þig mala spyrjandann sem ætlaði að mala þig. Ég vona að þú haldir áfram að njóta frelsis til að vera nákvæmlega þú og ekki undir hælnum á einhverjum pólitíkusum sem öllu ráða.
Hulda Björnsóttir
