25. febrúar 2024
Bófaflokkurinn heldur áfram að safna að sér völdum.
Núna er hann búinn að taka yfir stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni.
Smalað var á aðalfundinn og kosinn formaður sem hefur aldrei verið í félaginu og veit líklega sáralítið um málefni venjulegra eldri borgara.
Bófaflokkurinn heldur ekki vatni yfir því hvað þessi yfirtaka hafi verið lýðræðisleg og öllum til gæfu.
Þeir halda áfram að maka krókinn og passa upp á að ekki verði neitt gefið eftir í sveltistefnu venjulegra eldri borgara, sem samkvæmt kenningu bófaflokksins hafa allt of mikið á milli handanna og lífsnauðsynlegt að herða sultarólin enn frekar.
Aumingjarnir í LEB gera auðvitað ekkert og formaðurinn þar er sæll með sig og líklega mun Framsókn, litli bófaflokkurinn, sem langar svo ægilega að vera með, láta formanninn í LEB spila með bófaflokknum í FEB
Þetta er auðvitað hlægilegt ef það væri ekki svo grafalvarlegt.
Þjóðfélagið er rotið í gegn og bófaflokkurinn kominn í kosningaham og otar sínum pota hvar sem tækifæri gefst.
Nú er markmiðið að drepa alla óþæga eldri borgara úr hungri og vosbúð.
Takist það þá eru í sama flokki erlendir ríkisborgarar, hvaðan svo sem þeir koma og hvort sem þeir eru til þess að vinna í ferðaþjónustunni og moka að rassi bófanna eða að þeir eru flóttamenn í leit að hæli fyrir öskrandi bissukúlum og sprengjum. Allt þetta óþarfa lið skal tekið af lífi að mati bófaflokksins og Samfylkingar frúin er komin á sama stað.
Ég hef sagt það áður og segi það enn, frú Kristrún mun fara í eina sæng með bófaflokknum.
Rasistarnir eru með glýju í augunum og bófinn fer á undan með fordæmi um rasíska umræðu.
Land sem var friðsælt og þar sem virtist vera manngæska í fyrirrúmi, alla vega annað slagið, er nú orðið að einu versta rasistabæli sem þekkist.
Allt er nú komið á fleygiferð í kosningabaráttu og meira að segja frú FF er búin að sýna sitt rétta andlit og afhjúpa rasismann í sér.
Fólk er fífl og mun veita bófunum brautargengi og allt mun fara til fjandans á landinu sem útlendingar halda að sé svo heilagt og dásamlegt.
Þeir sem ala á rasisma eru glæpamenn og ekkert annað.
Þetta er mín skoðun.
Hulda Bjornsdottir
