Ísland og manngæska!!!!

23. febrúar 2024
Það hvílir margt á mér þessa dagana.

Rasisminn á Íslandi er ógeðslegur.

Ég skil ekki hvernig þetta getur gerst í landi sem er sæmilega upplýst.

Það er sorglegt að hugsa til þess að auðvaldið hafi gegnsýrt allt og almenningur liggi flatur í duftinu.

Nú er bófaflokkurinn búinn að yfirtaka stjórn FEB og það hefur verið eitt öflugasta baráttufélag fyrir eldri borgara.

Nú ættu þeir sem vilja mótmæla hreinlega að segja sig úr félaginu ef þeir vilja gera eitthvað í málinu.

LEB er vita gagnslaust líka. Þar er ekki sjáanlegt neitt sem skiptir máli fyrir þá sem eru ekki í ríkasta genginu.

Ég er ekki oft orðlaus en það liggur við að mig skorti kjark til þess að segja það sem mér býr í brjósti.

Að taka persónuafslátt af þeim Íslendingum sem búa erlendis er gjörð sem ætti að fá allar bjöllur þessara samtaka LEB og FEB til að hringja stöðugt en þær eru að mestu steinþegjandi, alla vega hef ég ekki séð neitt frá þeim.

Hvaða ógeðslega mannvonska stjórnar því að taka persónuafslátt af þeim sem búa erlendis? Hvað liggur að baki svona ákvörðunar? Hvað mun FEB og LEB til dæmis gera til þess að snúa ofan af þessu ódæði? Þó þessari aðgerð hafi verið frestað til 2025 þá er tíminn fljótur að líða og áður en við snúum okkur við er 2025 komið.

Ég hreinlega skil ekki hvernig fólki datt þessi fádæma mannvonska í hug. Hvaða rök eru fyrir því að þó að íslenskir öryrkjar og eldri borgarar ásamt einhverjum fátækum flytji til landa þar sem hægt er að hafa mat á diskinum alla daga og þak yfir höfuðið allt árið, að refsa þeim og láta þá sitja við annað borð en þeir sem lepja dauðann úr skel á skrípaskeri?

Ef fólk hefur unnið á Íslandi og sparað í lífeyrissjóði samkvæmt lögum hlýtur það fólk að sitja við sama borð og aðrir í skattkerfi landsins, jafnvel þó það fái greitt lífeyri að hluta frá TR. Þetta fólk vann sér inn réttindi og eru íslenskir ríkisborgarar.

Meira andskotans pakkið sem stjórnar landinu og makar svo eigin krók með milljörðum á milljarða ofan.

Ég skil ekki hvernig þjóðin getur leyft bófaflokknum að blómstra aftur og aftur jafnvel þó hann tapi fylgi þá rís hann alltaf upp og legst í eina sæng með “visntrinu” sem tekur honum opnum örmum.

Ég hef sagt það lengi að ég er sannfærð um að nýr formaður Samfylkingar muni fara í þessa ótrúlegu sæng sem VG liggur nú í.

Nú verð ég líklega tekin af lífi hér!

Ég hef ekkert á móti persónunni sem nýi formaðurinn er. Ég þekki hana nákvæmega ekki neitt persónulega.

Það sem ég hef heyrt til hennar og séð á prenti finnst mér allt stemma við bófaflokkinn.

Þetta er mín skoðun og ég vona svo innilega að ég hafi rangt fyrir mér.

Þið megið hafa hvaða skoðun sem ykkur sínist fyrir mér og ég ætlast til þess að hér á minni síðu fái ég að haf mína skoðun.

Ég gæti haldið áfram í allan dag að Argast en þetta er gott í bili.

Ég stend við orð mín og þau eru mín skoðun og allir mega hafa þá skoðun sem þeim sýnist í friði fyrir mér.

Hulda Bjornsdóttir

Unknown's avatar

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a comment