Aldur er bara tala!

Fordómar vegna aldurs?

Um daginn var ég að undirbúa bókun í flug og ég hafði skoðað hvaða flug væru í boði og hvaða dóma þau fengu þegar ég gúgglaði.
í ljós kom að Easy jjet væri líklega best eða það passaði best að því sem ég var að leita eftir varðandi tíma flutsins.

Til að fá álit manneskju sem þekkti til spurði ég eina hvaða flugfélag væri best héðan.

Hún sagði mér hvað hún héldi og þegar ég var búin að tékka viðkomandi félag sá ég að þó að flugið sjálft væri ódýrt væru alls konar aukagjöld sem fylgdu.

Ég hélt áfram samræðunum við manneskjuna og sagði henni hvað ég ætlaði að nota og hún ráðlagði mér að tala við umboðsmann því ég gæti ekki bókað sjálf!

Mér varð hálf illt!

Hvers vegna hélt manneskjan að ég gæti ekki gert þetta sjálf?

Var það vegna þess að ég er 78 ára gömul?

Mér kom þetta mjög á óvart því ég hef ferðast um heiminn og bókað flug til og frá öðrum heimsálfum eins og ekker sé! Og allt á netinu!

Ég er svo sem ekkert að erfa þetta við manneskjuna en mun ekki leita ráða hjá viðkomandi aftur.

Hér í landinu sem ég bý hef ég aldrei orðið fyrir aldursfordómum og enginn hefur efast um að ég gæti gert það sem nútíma tækni bíður upp á. Það er að segja nema útlendingar sumir sem búa hér. Útlendingarnir virðast ekki geta sætt sig við að sé viðkomandi ekki af þeirra þjóðerni og ekki á þeirra aldri, þá geti viðkomandi ekki nokkurn skapaðan hlut nema að borga fyrir aðstoð!!

Þetta var ágætis reynsla fyrir mig og mun ég að sjálfsögðu aldrei aftur leita ráða hjá þessari ágætu manneskju og hún má hafa sína fordóma í friði fyrir mér.

Svona fordómar fara hins vegar í taugarnar á mér.

Ég get gert allt það sem ég vil í nútíma tækniheimi og er búin að starfa við tölvur mest alla starfsævi mina. Þekking hverfur ekki bara af því að þú verður eitthvað ákveðið gömul.

Það er ekkert einkennilegt við að leita ráða, eins og ég ætlaði að gera varðandi flugið. Manneskjan ferðast reglulega til annara landa og hefur þar af leiðandi reynslu af flugfélögum og mér fannst eðlilegt að spyrja hvaða álit hún hefði á flugfélagi sem hún hefur notað oft og mörgum sinnum.

Líklega fer ég næst bara á guggul og finn allt út þar, EÐA tala við núverandi landa mina sem líta ekki á mig sem ósjálfbjarga gamalmenni!!

Mér bara datt þetta svona í hug og fannst ekkert að því að setja þessa skoðun mina á blað.

Það sem er nýtt fyrir mig í þessu ferðalagi er að ég er nú með pacemaker sem ég hef ekki haft áður þegar ég hef farið í flug.

Ég hringdi því í flugfélagið og spurði þau hvað ég þyrfti að gera varðandi það ástand. Þar talaði ég við 2 þjónustu fulltrúa og þær voru ekkert annað en yndislegar og leystu úr málinu svo nú fer ég undirbúin og veit nákvæmlega hvernig ég á að haga mér á flugvellinum varðandi þetta mál. Ég varð ekki fyrir neinum aldursfordómum hjá þjónustufulltrúunum. Var bara tekið eins og sjálfsögðum viðskiptavini og leyst úr málinu eins og best verður á kosið.

Aldur er bara tala.
Heilsa er ekki bara tengd aldri. þeir sem hafa ekki mörg ár í pokahorninu geta verið heilsulausir, rétt eins og þeir sem eru eldri.

Það ber að hafa í huga og ég ætla mér að benda á að vilji maður halda heilsu, andlegri og líkamlegri, allt sitt líf er tvennt sem ég tel nauðsynlegt.


1. að borða hollan mat


2, að hreyfa sig og styrkja líkamann, sama á hvaða aldri þú ert.


3. það er aldrei of seint að byrja að rækta líkamann og sálina.
allir verða fyrir einhverjum áföllum í lífinu bæði andlegu og líkamlegu en hver og einn getur tekið ákvörðun um hvað hann eða hún ætlar að gera við ástandið!

Það er hægt að setjast niður og bíða eftir því að eitthvað gerist en það er lika hægt að standa upp og taka af skarið sjálfur.

Aldur er bara tala og hver og einn ákveður hvernig hann eða hún túlkar töluna og hvað gert er við hana.

Veltir viðkomandi sér endalaust upp úr tölunum eða kýs að vera þakklátur fyrir hvern dag og hvert augnablik? Það er stóra spurningin.

Hulda Hulda Bjornsdottir

Unknown's avatar

Author: hulda98

I do blog about different matters that interest me.

Leave a comment